Borg Myrkvi Nr. 13 Porter
Myrkvi er Porter öl, sem er sérstök tegund sem sprottin er af skuggalegum strætum Lundúnaborgar á 18. öld. Dökki liturinn ræðst af ristaða maltaða bygginu sem notað er við bruggunina. Myrkvi er trúr uppruna sínum, enda ósíaður og skilar dimmu og djúpu bragðinu með fullum þunga og þéttri fyllingu.